Í dag er áfram spáð hlýju og björtu veðri á Norður- og Austurlandi. Í þessum landshlutum er von á 16-24 stiga hita. Svalara verður sunnan- og vestanlands. Þá er spáð sunnan 5-13 m/s, í dag, hvassast verður vestast á landinu. Dálítil rigning eða súld með köflum á Suður- og Vesturlandi og hiti 10 til 15 stig.
Hins vegar er útlitið bjartara fyrir norðan en Veðurstofan segir: Bjartviðri að mestu á Norður- og Austurlandi og hiti 16 til 24 stig.
Á morgun verður suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða rigning, en þurrt að mestu austanlands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.