Nemar gerðu upp stólana

Stólarnir góðu og nokkrir nemendanna sem gerðu þá upp.
Stólarnir góðu og nokkrir nemendanna sem gerðu þá upp. Ljósmynd/Andrés Zoran Ivanovic

Starfsmenn Fjölskylduhjálpar Íslands tóku í gær við 30 nýuppgerðum stólum sem notaðir verða í hinum nýju húsakynnum samtakanna að Iðufelli 14 í Breiðholti.

Fjölskylduhjálpin eignaðist stólana fyrir tveimur árum og voru þeir nýttir sem sæti í gámi þar sem skjólstæðingar hennar gátu beðið innandyra í Eskihlíð en þar var Fjölskylduhjálpin áður til húsa.

Stólarnir hafa verið málaðir í mörgum litum af krökkum í 9.og 10. bekk Garðaskóla í Garðabæ. „Þetta góðverk krakkanna í Garðaskóla og Vinnuskóla Garðabæjar er ómetanlegt,“ segir í frétt frá Fjölskylduhjálpinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert