Rafsígarettur með nikótíni eru ólöglegar á Íslandi

Jóhanna segir ýmis eiturefni leynast í gufunni.
Jóhanna segir ýmis eiturefni leynast í gufunni. mbl.is/ap

„Við byrjuðum að flytja þetta inn árið 2010 og þetta hefur hjálpað mörgum síðan,“ segir Gestur Hermannsson, umsjónarmaður vefverslunarinnar Gaxa, sem sérhæfir sig í svokölluðum rafsígarettum.

Rafsígarettur eru hylki sem innihalda vökvalausn sem gufar upp þegar hún hitnar fyrir tilstuðlan batterís. Gufan úr rafsígarettunum er með mismunandi magni af nikótíni en inniheldur ekki tjöru líkt og hefðbundnar sígarettur.

„Við erum með rafsígarettur með nikótíni en við erum að einbeita okkur að sölu á nikótínlausum sígarettum. Maður vill ekki vera á gráu svæði,“ segir Gestur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann segist hafa reynt að hafa samband við Lyfjastofnun og landlækni varðandi reglugerðir um sígaretturnar en að báðir aðilar hafi beint fyrirspurnum hans hvor til annars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert