Árekstur við Ryan Gosling á Sæbraut

Ryan Gosling
Ryan Gosling AFP

Íslenskt kvenfólk lætur sig nú margt dreyma um að rekast á kanadíska ofursjarmörinn Ryan Gosling sem heldur til í Reykjavík þessa dagana en sjá þó kannski ekki fyrir sér árekstur í orðsins fyllstu merkingu - eins og Gosling lenti í á Sæbrautinni í dag.

Samkvæmt sjónarvotti var um aftanákeyrslu að ræða á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í hádeginu.

Vegfarandi sem átti leið hjá staðfestir við mbl.is að Gosling hafi verið í öðrum bílnum og ráðið ráðum sínum við bílstjóra hins bílsins, en ekki fylgir sögunni hvor var í rétti.

Aðdáendur leikarans þurfa ekki að hafa áhyggjur því honum virðist ekki hafa orðið meint af og ekki sást heldur á bílunum eftir áreksturinn.

Frétt uppfærð: 01.24: Mbl.is hefur fengið staðfest að Ryan Gosling er ekki sá sem lenti í árekstrinum. Mbl.is biður lesendur sína, og Gosling, afsökunar á misskilningnum.

Smelltu á renninginn hér að ofan til að sjá myndasyrpu af Ryan Gosling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka