Í dag var opnaður síðasti hluti Dalsbrautar á Akureyri. Gatan hefur verið nokkuð umdeild og ekki full sátt hefur ríkt um hana vegna legu hennar, en hún liggur framhjá skólalóð og íþróttasvæði. Það var Geir Kristinn Aðalsteinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar klippti á borðann og opnaði götuna formlegum hætti. Þó nokkur hópur var viðstaddur opnunina, en eftir að borðinn hafði verið klipptur, settust viðstaddir bæjarfulltrúar inn í bifreiðar fornbílaklúbbs Akureyrar og óku götuna upp og niður.
Athygli vekur að á götunni eru umferðarljós sem stýrast af hraða ökumanna. Sé ökumaður á meira en 30 kílómetra hraða mætir ökumaðurinn sjálfkrafa rauðu ljósi. Þetta er gert til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda.