Stefnt er að því að allar skuldir vegna Hvalfjarðarganganna verði uppgreiddar eftir fimm ár, þ.e. árið 2018, og að göngin verði þá afhent ríkinu.
Þetta segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., í samtali í Morgunblaðinu í dag, en 15 ár eru liðin í dag frá opnun ganganna.
Gísli segir að líta megi svo á að vegfarendur, sem hafa borgað þetta mannvirki, muni aka þar um ókomna framtíð „sælir og glaðir endurgjaldslaust“.