Ódýrustu fargjöldin hafa hækkað mikið

Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.
Flugvél Wow air á Keflavíkurflugvelli.

Farmiðar til London og Kaupmannahafnar í byrjun ágúst kosta mun meira nú en á síðasta ári hjá Icelandair og Wow Air. Easy Jet býður hins vegar lægra verð.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

Fyrir nákvæmlega ári síðan kostaði ódýrasta farið til Kaupmannahafnar, í annarri viku ágústmánaðar, 32.800 krónur hjá Iceland Express. Í dag er það Wow Air sem býður lægst í þessari viku en verðið er rúmum þrjátíu þúsund krónum hærra en það var í fyrra.

Hjá Wow Air hefur ódýrasti farseðillinn hækkað um 80 prósent milli ára þegar farangursgjöld eru tekin með í reikninginn. Hjá Icelandair nemur hækkunin tæpum helmingi eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Lægstu fargjöld íslensku félaganna til London á tímabilinu 5. til 11. ágúst hafa hækkað um allt að fimmtung frá í fyrra en hjá Easy Jet hafa þau lækkað um fimm af hundraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert