Greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er of há fyrir marga neytendur sem velja því fremur verðtryggð lán til að geta fjármagnað eign af þeirri stærð sem þeir óska.
Þetta segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í Morgunblaðinu í dag, þegar hann er spurður hvort bankinn sé að þrengja aðgengi að óverðtryggðum lánum og þannig óbeint að hvetja viðskiptavini sína til að taka fremur verðtryggð lán.
Hann segir að greiðslugeta ráði því hvort fólk velur verðtryggt eða óverðtryggt lán, en jafnframt sé rétt að hafa í huga að hægt sé að blanda saman verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og margir velji þá leið. ,,Landsbankinn leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir hafi val,“ segir Kristján.