„Okkur sýnist að þessu sé sjálfhætt“

Mynd/Samskip

„Okk­ur sýn­ist að þessu sé sjálf­hætt því að þær hafn­ir sem hval­kjötið hef­ur verið flutt til eru bún­ar að setja bann á þess­ar afurðir. Þannig að okk­ur séu all­ar bjarg­ir bannaðar í þess­um efn­um,“ seg­ir Anna Guðný Ara­dótt­ir, for­stöðumaður markaðs- og sam­skipta­deild­ar Sam­skipa, í sam­tali við mbl.is spurð hvort fyr­ir­tækið sé hætt flutn­ing­um á hval­kjöti frá Íslandi eins og komið hef­ur fram í fjöl­miðlum.

Sex gám­ar af hval­kjöti sem flytja átti til Jap­ans á dög­un­um í gegn­um Rotter­dam í Hollandi og Ham­borg í Þýskalandi héldu ekki áfram ferð sinni á leiðar­enda frá Ham­borg þar sem tol­lyf­ir­völd létu setja þá á land á meðan kannað væri hvort gögn sem fylgdu send­ing­unni væru rétt sam­kvæmt frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Í millitíðinni fór flutn­inga­skipið sem flytja átti kjötið áfram frá Ham­borg. Þegar flytja átti síðan hval­kjötið um borð í annað flutn­inga­skip komu Grænfriðung­ar í veg fyr­ir að það tæk­ist með mót­mæl­um. Bú­ist er við að kjötið verði í kjöl­farið flutt aft­ur til Íslands.

„Þjóðverj­ar hafa stöðvað þetta í Ham­borg og eru að kalla eft­ir banni í öll­um höfn­um í Þýskalandi og þá er orðið mjög erfitt að koma þessu til Asíu,“ seg­ir Anna Guðný. Lang­mest­ur flutn­ing­ur fari frá Íslandi í gegn­um Rotter­dam og Ham­borg. „Þegar aðgeng­inu að markaði er lokað þá er þetta orðið svo­lítið erfitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert