Vantar 8.600 milljónir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Íslend­ing­ar eiga tvo kosti í heil­brigðismál­um, seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag. Ann­ars veg­ar geta þeir horft upp á heil­brigðis­kerfið „molna hægt en ör­ugg­lega niður“ og hins veg­ar tekið ákvörðun um þjóðarsátt um að verja heil­brigðis­kerfið, end­ur­skipu­lagt og byggt það upp að nýju.

„For­senda slíkr­ar þjóðarsátt­ar er að grunnþjón­ust­an um allt land sé var­in og að þing­menn taki erfiðar ákv­arðanir um for­gangs­röðun rík­is­út­gjalda,“ seg­ir Kristján Þór. Hann bend­ir á að 8.600 millj­ón­ir kr. vanti á þessu ári, að óbreyttu, til að leysa fjár­hags­vanda heil­brigðis­kerf­is­ins, þar af eru um 3.800 millj­ón­ir upp­safnaður vandi fyrri ára. Lengra verði ekki haldið nema að eitt­hvað láti und­an.

Kristján Þór velt­ir því m.a. upp í grein sinni hvort þjóðin hafi efni á því að „gera allt sem hug­ur­inn stend­ur til“, á sama tíma og bar­ist sé í bökk­um í heil­brigðis­kerf­inu. Nefn­ir hann verk­efni eins og bygg­ingu nýs fang­els­is og Húss ís­lenskra fræða, rekst­ur sendi­ráða víða um heim og fram­lög í ýmsa styrki og sjóði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert