Var ekki fær um það sjálf að strjúka

Geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
Geðdeild Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

Faðir ungr­ar konu, sem lýst var eft­ir í dag, fimmtu­dag, seg­ir að hún hafi verið num­in á brott af lokaðri geðdeild og 4 dag­ar hafi liðið áður en lög­regla  brást við. Fyrstu viðbrögð lög­reglu lýsi skiln­ings­leysi á stöðu sjúk­lings með geðrof sem geti verið í lífs­hættu án meðferðar, en hún þjá­ist m.a. af átrösk­un og veg­ur aðeins 45 kíló.

„Það var farið með þetta eins og það væri ekk­ert mál, þarna væri bara geðsjúk­ling­ur að strjúka af Land­spít­al­an­um,“ seg­ir Ein­ar Björn Þórir Þórðar­son, faðir kon­unn­ar. Hann er jafn­framt skipaður lögráðamaður henn­ar eft­ir að hún var svipt sjálfræði til 12 mánaða af Héraðsdómi Vest­ur­lands í maí.

Gat ekki skipu­lagt flótta sjálf

Um há­degi í dag lýsti lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu eft­ir dótt­ur hans með þeim orðum að hún hafi strokið af geðdeild. Ein­ar seg­ir hins veg­ar að dótt­ir hans hafi ekki strokið held­ur verið num­in á brott af fyrr­ver­andi sam­býl­is­manni, sem setið hafi um hana á meðan hún sætti lífs­nauðsyn­legri meðferð á geðdeild.

„Þessi ná­ungi vissi vel að það var búið að svipta hana sjálfræði og að hon­um var meinað um að hitta hana,“ seg­ir Ein­ar. „Hún var ekki fær um það sjálf að skipu­leggja ein­hvern flótta. Hún var inni á lokaðri geðdeild og mátti varla hafa hjá sér út­varp. Eng­inn mátti hringja í hana nema við; mamma henn­ar og pabbi.“

Fannst strax þegar byrjað var að leita

Dótt­ir hans var á heilsu­bót­ar­göngu með starfs­manni spít­al­ans á sunnu­dag þegar tveir menn óku upp að henni á grá­um bíl, tóku hana upp í og óku með hana burt. Ein­ar bend­ir á að þar sem dótt­ir hans sé ekki sjálfráð gjörða sinna sé þetta sam­bæri­legt við að nema barn á brott.

Afar erfitt hafi hins veg­ar reynst að koma lög­reglu í skiln­ing um al­var­leika máls­ins. Form­leg leit að henni hófst ekki fyrr en í dag, 4 dög­um eft­ir að hún hvarf, og inn­an nokk­urra klukku­stunda fannst hún á Eg­ils­stöðum þaðan sem verið er að flytja hana aft­ur á geðdeild. 

„Við erum af­skap­lega þakk­lát lög­reglu fyr­ir að finna hana og þetta sýn­ir líka hvers lög­regl­an er mátt­ug þegar boðleiðirn­ar eru rétt­ar, því hún fannst eins og skot um leið og þeir nálguðust þetta eins og hefði átt að gera frá upp­hafi,“ seg­ir Ein­ar. 

Hætta á sjálfsskaða

Sjúkra­saga dótt­ur hans nær aft­ur til 16 ára ald­urs. Í apríl síðast liðnum var hún svo lögð inn á geðdeild til nauðung­ar­vist­un­ar. Að sögn Ein­ars var hún þá í geðrofs­ástandi með of­skynj­un­um og rang­hug­mynd­um sem lík­lega hafði staðið í tölu­verðan tíma. 

Í eft­ir­lýs­ingu lög­reglu í dag sagði að kon­an væri „áber­andi horuð“, en hún þjá­ist af und­ir­liggj­andi átrösk­un og veg­ur aðeins 45 kíló að sögn föður henn­ar. Hún hef­ur verið á fljót­andi fæði og var tal­in hætta á enn frek­ara þyngd­artapi.

Í mati frá lækn­um henn­ar, sem lagt var fyr­ir Héraðsdóm Vest­ur­lands við sjálfræðis­svipt­ing­una í maí, sagði að horf­ur á bata væru mjög slæm­ar og henni yrði jafn­vel nauðsyn að sæta meðferð svo mánuðum skipti. Þar sagði jafn­framt að hún hafi lítið inn­sæi í eig­in veik­indi og telji sig ekki þurfa á meðferð að halda. Hætta sé á því að hún vinni sjálfri sér skaða.

„For­eldr­ar svipta ekki börn­in sín sjálfræði að ástæðulausu en við gerðum það að ráðgjöf lækna þar sem hún verður að fá meðferð,“ seg­ir Ein­ar. „Þetta sýn­ir líka að hún er ekki fær um það sjálf að strjúka. Þótt hún setj­ist inn í bíl hjá ein­hverj­um þá er hún ekki að strjúka því ábyrgðin er hjá þeim sem keyr­ir með hana burt. Þessi ná­ungi vissi vel að það var búið að svipta hana sjálfræði.“

Skiln­ings­leysi á al­var­leg­um geðsjúk­dóm­um

Ein­ar seg­ir að maður­inn sem nam dótt­ur hans á brott í dag hafi náð tang­ar­haldi á henni, ein­angrað hana og nýtt sér veikt ástand henn­ar um nokk­urt skeið. „Þangað til hún hring­ir í okk­ur 8. apríl og biður okk­ur um að bjarga sér. Og við gerðum það og fór­um með hana beint á geðdeild. Við höf­um enga aðstoð né þekk­ingu til að ann­ast mann­eskju með geðrof.“

Á þeim tæp­um þrem­ur mánuðum sem dótt­ir hans hef­ur sætt meðferð á lokaðri geðdeild hef­ur fyrr­ver­andi sam­býl­ismaður henn­ar setið um hana og seg­ir Ein­ar að kallað hafi verið  eft­ir lög­reglu í tvígang til að vísa hon­um burt frá spít­al­an­um.

„Starfs­fólk Land­spít­al­ans hef­ur reynst al­gjör­lega frá­bær­lega. Við erum hepp­in að eiga svona gott fólk sem sinn­ir vinnu sinni af alúð.“ Eft­ir ára­löng veik­indi dótt­ur hans seg­ir Ein­ar hins­veg­ar að reynsl­an sé því miður sú að tals­vert vanti upp á skiln­ing sam­fé­lags­ins á stöðu þeirra sem glíma við svo al­var­lega geðsjúk­dóma. Mál eins og dótt­ur hans gæti end­ur­tekið sig. 

„Við erum mjög þakk­lát fyr­ir að hún hafi fund­ist en erum sleg­in yfir því hversu lengi lög­regl­an var að taka við sér, þetta átti auðvitað að ger­ast strax á mánu­dag­inn. Við vilj­um ekki kenna ein­um eða nein­um um, við vilj­um bara fá dótt­ur okk­ar aft­ur og að rétt sé gert.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert