Bændur nýta beitarrétt við Þórsmörk

Almenningar er afréttur austan Markarfljóts. Þórsmörk, Fljótshlíðarafréttur og Emstrur eru …
Almenningar er afréttur austan Markarfljóts. Þórsmörk, Fljótshlíðarafréttur og Emstrur eru í næsta nágrenni. Úr skýrslu ítölunefndar

„Já, við fórum með fé á fjall á þriðjudaginn. Þá var farið með allt féð í einu, 45 fullorðnar kindur,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík og bóndi á Varmahlíð undir Eyjafjöllum.

Anna Birna er ein 39 bænda sem eiga upprekstrarrétt í afréttinum Almenningum við Þórsmörk. Deilt hefur verið um beitarrétt á landsvæðinu en Landgræðslan telur svæðið ekki beitarhæft og hefur krafist ítölu. Ítölunefnd kvað upp úrskurð bændum í hag og í kjölfarið krafðist Skógrækt ríkisins þess að yfirítölunefnd tæki fyrri úrskurð til endurskoðunar, en nefndin hefur ekki komið saman áður.

„Manni finnst þessi hernaður gegn landinu vera dapur þegar verið er að reka fé á afréttinn. Þetta hefur engin áhrif á þeirra búskap og þeir þurfa ekkert á þessu að halda, það er nóg land í heimahögunum fyrir þá,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert