„Ég er bara föst“

Á hverju ári koma upp skilnaðarmál þar sem annar aðilinn …
Á hverju ári koma upp skilnaðarmál þar sem annar aðilinn neitar að skilja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég er bara föst. Hann vill ekki skilja og mæt­ir ekki á boðaða fundi. Hann held­ur mér í fjár­hags­legri kreppu því ég fæ ekki húsa­leigu­bæt­ur meðan ég get ekki flutt lög­heim­ili mitt frá hon­um.“ Þetta seg­ir kona sem stend­ur í skilnaði við mann sinn.

Kon­an seg­ir að eig­inmaður sinn hafi beitt hana og börn þeirra and­legu og lík­am­legu of­beldi. Hún seg­ist hafa verið mjög brot­in eft­ir sam­búðina, en á end­an­um fengið kjark til að yf­ir­gefa hann og fara fram á skilnað. Hann neit­ar hins veg­ar að skilja og vill að hún komi heim aft­ur. Eig­inmaður henn­ar hef­ur verið boðaður á fundi hjá sýslu­manni til að ræða um skilnaðinn, en hann hef­ur ekki mætt.

Kon­an býr ásamt börn­um sín­um við erfiðar fjár­hags­leg­ar- og fé­lags­leg­ar aðstæður. Hún seg­ist ekki hafa pen­inga til að ráða sér lög­mann og það ger­ist ekk­ert í henn­ar mál­um. Maður­inn haldi henni í al­gerri sjálf­heldu og bíði bara eft­ir því að hún gef­ist upp og komi heim.

„Ég ætla ekki til hans aft­ur“

„Ég ætla ekki til hans aft­ur,“ seg­ir kon­an en seg­ist ekki sjá hvernig hún kom­ist út úr þess­ari stöðu. Hún seg­ist hafa fengið þær upp­lýs­ing­ar frá Fé­lagi ein­stæðra for­eldra að það geti tekið nokk­ur ár að ganga frá skilnaði þegar mak­inn neit­ar að samþykkja skilnað. Hún seg­ist nauðsyn­lega þurfa á húsa­leigu­bót­um að halda, en hún fái þær ekki greidd­ar meðan hún sé með lög­heim­ili á sama stað og maður­inn. Eins fái hún ekki meðlag fyrr en skilnaður­inn sé geng­inn í gegn.

Ekki er hægt lög­um sam­kvæmt að flytja lög­heim­ili barna af heim­ili nema að það sé sam­komu­lag um það milli for­eldra sem standa í skilnaði. Mörg dæmi eru um það að for­eldri sem flyt­ur út af heim­il­inu láti hjá líða að flytja lög­heim­ili sitt ef ágrein­ing­ur er um hjá hvoru for­eldra barnið skuli hafa lög­heim­ili.  Menn vilja ekki lenda í þeirri stöðu að börn­in séu með lög­heim­ili hjá mak­an­um áður en samið hef­ur verið um svo veiga­mik­il atriði og eiga þá jafn­vel á hættu að missa rétt.

Þarf að sækja skilnað fyr­ir héraðsdómi

Oft­ast nær eru hjón sam­mála þegar tek­in er ákvörðun um skilnað. Það er sýslumaður sem geng­ur frá skilnaðinum eft­ir að fólk sem er í trú­fé­lagi fram­vís­ar sátta­vott­orði frá presti. Ef fólk er sam­mála um skilnað er hægt að fá lögskilnað sex mánuðum síðar.

„Ef það er ekki sam­komu­lag um skilnaðinn þarf sá sem fer fram á skilnað að sækja skilnaðinn fyr­ir héraðsdómi,“ seg­ir Katrín Theó­dórs­dótt­ir, lögmaður, sem m.a. hef­ur unnið fyr­ir Fé­lag ein­stæðra for­eldra. Til henn­ar leita m.a. þeir sem standa í hjóna­skilnaði.

„Til að hægt sé að gefa út leyfi til skilnaðar að borði og sæng þá  þarf að vera búið að ganga frá for­sjá barn­anna ef hjón­in eiga börn sam­an eða hjá hvoru for­eldri barnið hafi lög­heim­ili. Þá þarf að liggja fyr­ir samn­ing­ur um eigna­skipti. Sex mánuðum síðar er unnt  að gefa út leyfi til lögskilnaðar. Ef ekki semst um þessi atriði verður samt sem áður hægt  að ganga frá skilnaðinum hjá sýslu­manni eft­ir að ágrein­ingn­um hef­ur verið komið í eðli­legt ferli, þ.e. með höfðun for­sjár­máls eða ákveðið hef­ur verið um op­in­ber skipti með úr­sk­urði dóm­ara. Ef ann­ar aðili vill ekki skilnað get­ur hann hins veg­ar dregið skilnaðinn mikið á lang­inn. Hann get­ur tafið ferlið með því að mæta t.d. ekki hjá sýslu­manni eða mæt­ir hjá sýslu­manni en samþykk­ir ekki kröf­una um hjóna­skilnað og þá er mak­inn í þeirri stöðu að þurfa að sækja um skilnað fyr­ir dóm­stól­um.

Þegar svona er háttað má gera ráð fyr­ir að ágrein­ing­ur sé um flesta þætti máls­ins, en þá er oft kraf­ist skilnaðar sam­hliða kröf­unni um for­sjá barna eða lög­heim­ili þeirra og ef það eru eign­ir í bú­inu þurfa að fara fram op­in­ber skipti til  fjár­slita vegna hjóna­skilnaðar.  Það er  í sjálfu sér ekki  dóms­mál held­ur er kveðinn upp úr­sk­urður um að op­in­ber skipti megi fara fram að kröfu aðila og er þá skipaður skipta­stjóri í bú­inu,“ seg­ir Katrín.

Katrín seg­ir hjóna­skilnaði geta  tekið tals­verðan tíma þó að hjón séu sam­mála um að skilja ef ágrein­ing­ur er um for­sjár­mál og/​eða eigna­skipti. „Ef hjón eru sam­mála um að skilja get­ur sýslumaður gefið út leyfi til lögskilnaðar um leið og búið er að höfða málið og kom­inn er úr­sk­urður um op­in­ber skipti.  Ef hjón eru hins veg­ar ekki sam­mála um að skilja get­ur sýslumaður ekki gefið út leyfi til skilnaðar, en þá get­ur oft liðið lang­ur tími þar til unnt verður að ganga frá skilnaði sem er auðvitað baga­legt sér­stak­lega þar sem rétt­arstaða  þess for­eldr­is sem er með börn­in miðast við skilnaðinn, s.s. rétt­ur­inn til meðlags með börn­um og rétt­ur til greiðslu húsa­leigu­bóta og barna­bóta“.

Ný breyt­ing á barna­lög­um leng­ir ferlið í ágrein­ings­mál­um

Sam­kvæmt breyt­ing­um á barna­lög­um, sem tóku gildi á síðasta ári skal sýslumaður bjóða for­eldr­um sem ekki eru sam­mála um for­sjár­mál að fara í sáttameðferð. Til­gang­ur ákvæðis­ins er að hjálpa for­eldr­um að ná sátt­um varðandi for­sjá og um­gengni barns við það for­eldri sem það býr ekki hjá til að koma í veg fyr­ir erfið dóms­mál. Með nýj­um barna­lög­um var sátta­ferlið gert að skyldu  áður en málið fer til dóm­stóla. Katrín seg­ir að þegar lög­in tóku gildi hafi sýslu­menn al­mennt ekki verið und­ir­bún­ir und­ir þetta ný­mæli og mál taf­ist af þeim sök­um. Hún seg­ir að þetta nýja ákvæði geti þýtt  að fer­ill þess­ara ágrein­ings­mála leng­ist, en það muni ráðast af skil­virkni sýslu­mann­sembætta. Nú er það svo að fólk hafi þurft að bíða lengi eft­ir sáttameðferð og síðan geti sátta­ferlið tekið lang­an tíma. En gera megi ráð fyr­ir að í mörg­um til­vik­um hafi for­eldr­un­um tek­ist að semja svo ekki hafi þurft að leggja út í dóms­mál. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert