Fyrsta formlega sprengingin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýtir á sprengjuhnappinn í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýtir á sprengjuhnappinn í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga var í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ýtti á sprengjuhnappinn.

Meðal viðstaddra voru þingmenn Norðausturkjördæmis, þar á meðal Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, og Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar.

Vaðlaheiðargöng tengja saman Eyjafjörð og Fnjóskadal. Gangamunni vestan heiðarinnar er í landi Halllands en austari gangamunninn verður skammt frá bænum Skógum í Fnjóskadal. Göngin sjálf verða tæpir 7,2 km, með vegskálum verða þau 7,5 km. Heildarlengd tengivega beggja meginganganna verður 4,1 km.

Gert er ráð fyrir að út úr Vaðlaheiðargöngum verði ekið á bilinu 30 til 40 þúsund vörubílsförmum af efni og í sprengingarnar má ætla að fari um 1000 tonn af sprengiefni.


Hluti boðsgesta við munna Vaðlaheiðarganga í dag.
Hluti boðsgesta við munna Vaðlaheiðarganga í dag. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert