Múslímar á Íslandi fasta lengst allra

Ramadan er heilagasti mánuður múslima þar sem þeir fasta frá …
Ramadan er heilagasti mánuður múslima þar sem þeir fasta frá sólarupprás til sólarlags. Tímann þar á milli nota þeir til að nærast vel. Sanjay Kanojia

Múslimar á Íslandi þurfa að fasta lengst allra þjóða á Ramadan vegna þess hve sólin er lengi á lofti hér á landi, en á Ramadan er fastað frá sólarupprás til sólarlags. Fastan á Íslandi er því um 21 klukkustund og 13 mínútur. Ramadan mánuðurinn hófst þann 9. júlí síðastliðinn og stendur yfir í 30 daga.

Finnland kemur næst á eftir Íslandi og þurfa múslimar þar í landi að fasta í 19 klukkustundir og 50 mínútur. Í Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi er lengdin 19 klukkustundir og 30 mínútur.

Í Argentínu er föstutíminn stystur, en þar þurfa múslimar að fasta í 9.2 klukkustundir á sólarhring. Hjá Áströlum er tíminn næst stystur, en sólin hjá þeim er uppi í 11 klukkustundir og 7 mínútur á Ramadan.

Í Pakistan, þar sem um 11% allra múslima eru búsettir, þurfa menn að fasta í 16 klukkustundir.

Þetta kemur fram í frétt Worldbulletin

Frétt mbl.is: Fasta í 22 tíma á sólarhring

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert