Sjálfstæðisflokkur með 29,7% fylgi

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins eykst nokkuð og mæld­ist nú 29,7%, borið sam­an við 26,5% í síðustu mæl­ingu sam­kvæmt fylg­is­könn­un MMR. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins dal­ar og mæld­ist nú 16,7%, borið sam­an við 19,3% í síðustu mæl­ingu. 

Sam­fylk­ing­in mæld­ist nú með 13,5% fylgi, borið sam­an við 14,4% í síðustu mæl­ingu og Vinstri græn mæld­ust nú með 13,1% fylgi, borið sam­an við 13,3% í síðustu mæl­ingu. Björt framtíð mæld­ist nú með 12,3% fylgi borið sam­an við 12,5% í síðustu mæl­ingu og Pírata­flokk­ur­inn mæld­ist nú með 8,4% fylgi, borið sam­an við 6,9% í síðustu mæl­ingu. 

Hægri græn­ir mæld­ust nú með 1,9% fylgi, Lýðræðis­vakt­in með 1,5% fylgi, Dög­un með 1,0% fylgi, Flokk­ur heim­il­anna með 0,6% fylgi, Sturla Jóns­son með 0,5% fylgi, Lands­byggðarflokk­ur­inn með 0,3%, Regn­bog­inn með 0,2% fylgi, Alþýðufylk­ing­in með 0,1% fylgi og Húm­an­ista­flokk­ur­inn með 0,1% fylgi.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 54,8% en mæld­ist 51,1% í síðustu könn­un.

Upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd:

Úrtak: Ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri, vald­ir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR
Könn­un­araðferð: Spurn­inga­vagn MMR
Svar­fjöldi: 972 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri
Dag­setn­ing fram­kvæmd­ar: 9. til 11. júlí 2013

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert