Sigurbjörn gæti orðið þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum stendur nú yfir í Borgarnesi, en mótið hófst á fimmtudag. Hátt í 230 skráningar voru á mótið og margir hestaunnendur sem hafa látið sjá sig til að líta á gæðingana. Veðrið hefur verið stillt og gott að sögn mótshaldara.

Keppt var í öllum helstu greinum á mótinu og mun liggja fyrir á morgun hverjir hreppa Íslandsmeistaratitlana, en úrslit verða á morgun.

Einn Íslandsmeistaratitill liggur fyrir, það er Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum sem voru fljótust í 100 metra skeiði og eru Íslandsmeistarar í greininni á 7,79 sekúndum.

Sigurbjörn á möguleika á þrem titlum

Sigurbjörn Bárðason hefur þó nú þegar sett aðra hönd á nokkra titla, en hann er með besta tímann í 150 metra og 250 metra skeiði eftir fyrsu umferð. Seinni umferðin verður á sunnudag. Þá er Sigurbjörn Bárðarson einnig efstur á Jarli frá Mið-Fossum og Leó Geir Arnarson á Krít frá Miðhjáleigu eftir forkeppni í tölti. Þeir eru hnífjafnir og verða því úrslitin eflaust mjög spennandi, en þar eru bestu töltarar landsins eins og Vornótt frá Hólabrekku og Viðar Ingólfsson.

Í fjórgangi eru efstu þrír hestar einnig mjög jafnir. Efstur er þó Eyjólfur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þingnesi eftir forkeppni með einkunnina 7,50. Á hæla þeirra koma tveir þekktir gæðingar, Hrímnir frá Ósi og Guðmundur Björgvinsson ásamt Eldi frá Köldukinn og Jakobi Svavari Sigurðssyni, en þeir uppskáru báðir 7,47 eftir forkeppni.

Jakob Svavar og Alur leiða fimmgang og slaktaumatölt

Í fimmgangi er einnig spennandi keppni, en þar eru tveir jafnir í efsta sætinu eftir forkeppni. Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II ásamt Sylvíu Sigurbjörnsdóttir á Héðni Skúla frá Oddhóli, bæði með 7,40 í einkunn.

Þá leiðir Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II einnig örugglega í slaktaumatölti eftir forkeppni með 8,80 og eiga nokkuð greiða leið að Íslandsmeistaratitlinum á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert