Stór hluti vegarins kemst í gagnið næsta sumar

Unnið er af fullum krafti að smíði brúar í vegfyllingunni …
Unnið er af fullum krafti að smíði brúar í vegfyllingunni í Kjálkafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn Suðurverks og undirverktaka vinna þessar vikurnar af fullum krafti við lagningu Vestfjarðavegar í Múlasveit. Unnið er að sjávarfyllingu í Mjóafirði, landfyllingu í Kjálkafirði, við brúarsmíði í Kjálkafirði og almenna vegagerð.

Samkvæmt samningum á verktakinn að skila veginum fullbúnum haustið 2015. Suðurverk hefur sýnt vilja til að flýta verkinu um ár. „Það má ganga vel ef það á allt að takast,“ segir Gísli um flýtingu verksins.

Í umfjöllun um framkvæmd þessa í Morgunblaðinu í dag segir meðal annars, að útlit sé þó fyrir að stór hluti vegarins komist í gagnið fyrr en áformað var, það er að segja kaflinn frá slitlagsenda í Vattarfirði og yfir brú og fyllingu í Kjálkafirði. Gísli segir að því stefnt að þessi kafli verði tekinn í notkun fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári.

Frá Kjálkafirði.
Frá Kjálkafirði. Af vef Vegagerðarinnar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert