Útlit er fyrir áframhaldandi rigningu í vikunni, sérstaklega á suðvesturhorni landsins.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn: Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skýjað en úrkomulítið. Bjartviðri á Suðausturlandi. Snýst í suðaustan 3-8 suðvestanlands í kvöld og fer að rigna. Austlæg átt 3-10 á morgun og rigning með köflum um mestallt land. Hiti víða 7 til 13 stig, en hlýrra á á Suðausturlandi í dag.
Á þriðjudag er spáð austan og norðaustan 5-10 m/s, en vestlægri eða breytilegri átt sunnantil síðdegis. Rigning víða um land. Hiti 8 til 14 stig.
Á miðvikudag verður norðan 5-10 m/s á norðanverðu landinu og rigning, en hægari og úrkomulítið seinnipartinn. Bjart með köflum sunnantil. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina upp í 17 stig S-lands.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag verður sunnanátt og rigning eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu og hiti 10 til 15 stig. Bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi og hiti að 23 stigum.