„Við erum nálægt samkomulagi“

Gunnar Björnsson (til vinstri) er formaður nefndar sem er að …
Gunnar Björnsson (til vinstri) er formaður nefndar sem er að skoða lífeyriskerfi landsmanna. Til hægri er Árni Stefán Jónsson, formaður SFR og formaður stjórnar LSR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum mjög nærri því að ná sam­an,“ seg­ir Árni Stefán Jóns­son, formaður SFR og formaður stjórn­ar Líf­eyr­is­sjóðs op­in­berra starfs­manna. Hann von­ast eft­ir að á næstu mánuðum tak­ist sam­komu­lag um nýtt líf­eyr­is­sjóðakerfi fyr­ir alla lands­menn. Sam­komu­lagið bygg­ir m.a. á því að all­ir lands­menn greiði sama iðgjald og líf­eyris­ald­ur verði sam­ræmd­ur.

Í frétta­skýr­ingu á mbl.is í gær kom fram að A-deild Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins hef­ur verið rek­inn með yfir 10% halla sam­fleytt í fimm ár. Sam­kvæmt lög­um ber stjórn sjóðsins að grípa til aðgerða til að laga þessa stöðu. Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur einnig gert kröfu til sjóðsins að jafna mun á eign­um og skuld­bind­ing­um.

Reikn­ar með að iðgjaldið verði hækkað

„Sam­kvæmt töl­um höf­um við frest til 1. októ­ber til að taka ákvörðun. Eins og staðan er núna verður iðgjaldið að hækka nema eitt­hvað nýtt komi til,“ sagði Árni Stefán.

Árni Stefán sagði að full­trú­ar launþega í stjórn LSR hefðu lagt til hækk­un iðgjalds, bæði í fyrra og hittifyrra. Full­trú­ar fjár­málaráðuneyt­is­ins hefðu alltaf hafnað þeim. Hann sagði að til­lög­urn­ar hefðu gengið út á að ná stöðu sjóðsins þannig niður að mun­ur á eign­um og skuld­bind­ing­um yrði 5%, en hann var 12,5% um síðustu ára­mót. Síðast hefði verið lögð fram til­laga um að iðgjaldið yrði hækkað minna með það að mark­miði að ná hall­an­um niður fyr­ir 10%, en því hefði einnig hafnað.

Árni Stefán sagði að búið væri að gera Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra grein fyr­ir stöðunni.

Von­ast eft­ir sam­komu­lagi um eitt líf­eyri­s­kerfi fyr­ir alla lands­menn

Árni Stefán á sæti í nefnd sem skipuð var árið 2009 og er að skoða grund­völl fyr­ir sam­ræmdu líf­eyri­s­kerfi fyr­ir all­an vinnu­markaðinn. „Það starf hef­ur gengið al­veg þokka­lega. Við erum mjög nærri því að ná sam­an. Sam­tím­is hafa menn verið að skoða stöðu op­in­berra starfs­manna með til­liti til þess að til verði sam­eig­in­legt líf­eyr­is­sjóðskerfi. Sú vinna er í gangi. Það þarf ein­hverja mánuði til viðbót­ar til að fá niður­stöðu um hvort þetta tekst eða tekst ekki.“

Árni Stefán sagði að það hefði breytt miklu þegar Alþýðusam­bandið og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins náðu sam­an um bók­un í síðustu kjara­samn­ing­um um að sam­tök­in væru til­bú­in að skoða að hækka iðgjaldið upp í 15,5%, líkt og op­in­ber­ir starfs­menn eru með í dag. Fé­lags­menn og vinnu­veit­end­ur greiða í dag 12% iðgjald í al­mennu líf­eyr­is­sjóðina.

„Þetta breytti öllu því þar með skapaðist grund­völl­ur fyr­ir því að þeir færu upp og við héld­um í okk­ar stöðu,“ sagði Árni Stefán.

Þegar þú seg­ir að þið séuð að nálg­ast sam­komu­lag þá áttu vænt­an­lega við að sam­komu­lagið sé á þeim grunni að iðgjaldi verði 15,5%?

„Já, það er á þeim grunni.“

Eru þið til­bún­ir til að fall­ast á eitt sam­eig­in­legt líf­eyri­s­kerfi fyr­ir alla lands­menn?

„Já, við erum til í að fall­ast á eitt líf­eyri­s­kerfi með ákveðnum fyr­ir­vör­um og skil­yrðum um að menn skoði heild­stætt kjör op­in­berra starfs­manna. Við höf­um þurft að borga fyr­ir sér­stöðu okk­ar í líf­eyr­is­mál­um með lægri laun­um. Það þarf því að skoða launaþátt­inn sam­tím­is. Sú vinna er í gangi í ann­arri nefnd. Ef það smell­ur sam­an gæti þetta orðið að veru­leika.“

Það hef­ur líka verið nefnt að nauðsyn­legt sé að skoða breyt­ing­ar á líf­eyris­aldri?

„Já, það er hluti af þess­ari breyt­ingu að búa til eitt líf­eyri­s­kerfi fyr­ir alla lands­menn og það verður að skoða þetta sam­hliða. Op­in­ber­ir starfs­menn fara á líf­eyri 65 ára, en fé­lags­menn í ASÍ 67 ára. Við þurf­um að finna ein­hverja sam­eig­in­lega lausn á því,“ sagði Árni Stefán og ít­rekaði að það væri ekki komið sam­komu­lag um heild­arpakk­ann. Sam­komu­lag byggðist á því að menn yrðu sam­mála um alla þætti máls­ins og það væri ekki í höfn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert