Ræðir makríldeiluna við Barroso

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundar með forseta framkvæmdastjórnar ESB á …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundar með forseta framkvæmdastjórnar ESB á morgun. Styrmir Kári

Sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB seg­ir að frek­ari frétt­ir verði af refsiaðgerðum vegna mak­ríl­deil­unn­ar fyr­ir lok þessa mánaðar. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, mun ræða deil­una við José Manu­el Barroso, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, á fundi þeirra í Brus­sel í fyrra­málið.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar ESB ræddu meðal ann­ars um mak­ríl­deil­una í dag en Bret­ar og Írar höfðu fyr­ir fund þeirra hvatt til þess að gripið yrði til refsiaðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um. Að fund­in­um lokn­um sagði Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, að frek­ari frétta væri að vænta af viðbrögðum sam­bands­ins við veiðum þjóðanna tveggja fyr­ir lok þessa mánaðar.

„Við get­um ekki beðið til næsta árs, við verðum að grípa til aðgerða núna. Hvað varðar til hvaða aðgerðum við gríp­um ná­kvæm­lega þá munu frek­ari upp­lýs­ing­ar verða gefn­ar út fyr­ir lok þessa mánaðar,“ sagði Dam­anaki á blaðamanna­fundi í kvöld.

Ræðir við Barroso og van Rompuy

For­sæt­is­ráðherra er nú stadd­ur í Brus­sel og mun funda með leiðtog­um Evr­ópu­sam­bands­ins á morg­un að sögn aðstoðar­manns hans. Auk þess mun hann funda með And­ers Fogh Rasmus­sen, fram­kvæmda­stjóra Atlants­hafs­banda­lags­ins.

„Sig­mund­ur Davíð á fund með Herm­an van Rompuy [for­seta leiðtogaráðs ESB] í fyrra­málið og ég geri ráð fyr­ir að þetta verði meðal ann­ars rætt. Við mun­um gera Barroso grein fyr­ir af­stöðu Íslend­inga, sér­stak­lega þeirri af­stöðu okk­ar að við telj­um þess­ar refsiaðgerðir allt of víðtæk­ar og að þær stand­ist ekki EES-samn­ing­inn. Þær séu ólög­mæt­ur og við mun­um ekki sitja þegj­andi und­ir því. Ég geri ráð fyr­ir að þetta komi fram á morg­un,“ seg­ir Jó­hann­es Þór Skúla­son, aðstoðamaður for­sæt­is­ráðherra.

Fyrst og fremst hót­an­ir

Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir að lengi hafi verið talað um refsiaðgerðir gegn Íslend­ing­um svo ómögu­legt sé að vita hvenær menn ætli að standa við stóru orðin.

„Við vit­um að hinn form­legi und­ir­bún­ing­ur að refsiaðgerðunum hef­ur átt sér stað að ein­hverju leyti inn­an ESB. Ég hef viljað túlka það þannig að þarna sé fyrst og fremst um að ræða hót­an­ir. Ég hef hins veg­ar ekki trú á því að ESB grípi til ein­hverra aðgerða öðru­vísi en að frek­ari viðræður eigi sér stað áður. Þar að auki hef ég mikl­ar efa­semd­ir um að refsiaðgerðir af því tagi sem menn hafa rætt um inn­an sam­bands­ins fá­ist ein­fald­lega staðist. Ég held að það séu ekki laga­for­send­ur fyr­ir þeim,“ seg­ir Birg­ir.

Vill að ESB „sýni tenn­urn­ar“

Frétt Reu­ters af mál­inu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka