Vill að ESB „sýni tennurnar“

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.
Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands.

Tímabært er að Evrópusambandið „sýni tennurnar“ í makríldeilunni og grípi til viðskiptalegra aðgerða eða refsiaðgerða til þess að þvinga Íslendinga og Færeyinga til samninga.

Þetta er haft eftir Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, á fréttavef írska ríkisútvarpsins RTÉ í dag en ráðherrann fundar í dag með öðrum sjávarútvegsráðherrum sambandsins um sjávarútvegsmál þess. Hann segir að samningaviðræðurnar sem staðið hafi yfir undanfarin ár engu hafa skilað.

Meðal annars verður rætt um það á fundi sjávarútvegsráðherranna hvort rétt sé að grípa til refsiaðgerða gegn Íslandi og Færeyjum vegna makríldeilunnar. Fundinn mun einnig sitja Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.

Coveney gagnrýnir Íslendinga og Færeyinga í fréttinni fyrir að hafa stundað ofveiði á makríl og þannig valdið miklum skaða á makrílstofninum. Fram kemur að fleiri ríki innan Evrópusambandsins hafi kallað eftir refsiaðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum.

Einnig er haft eftir Pat "the Cope" Gallagher, þingmanni á Evrópuþinginu fyrir Írland, að framganga Íslendinga og Færeyinga sé óábyrg og að hann krefjist þess að gripið verði tafarlaust til refsiaðgerða gegn þjóðunum vegna makrílveiða þeirra - ekki aðeins vegna makríls heldur einnig tengdra tegunda.

Rifjað er upp að makríllinn hafi í vaxandi mæli leitað norður á bóginn frá hafsvæði Evrópusambandsins og inn í efnahagslögsögu ríkja eins og Íslands og Færeyja vegna hækkandi hitastigs í sjónum.

Frétt RTÉ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert