Bílastæðaskortur á Þingvöllum

Í algert óefni er komið vegna skorts á bílastæðum við Þingvelli. Í fyrra heimsóttu 500 þúsund ferðamenn þjóðgarðinn og talið er að um 1 milljón hafi farið í gegn um svæðið.

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir úrbætur á bílastæðamálum vera eitt brýnasta verkefnið sem ráðast þurfi í á Þingvöllum en öll skipulagsvinna vegna bílastæða, við Hakið svokallaða þar sem fræðslumiðstöð er fyrir ofan Almannagjá, hefur þegar verið unnin og Ólafur segir að 45 milljónir þurfi til að bæta úr aðstöðunni. 

Allt upp í 25 rútur eru á bílastæðinu þegar mesta örtröðin er en einungis eru 16 merkt bílastæði fyrir fólksbíla við Hakið og því grípur fólk til þess að leggja utan í kant. Þá eru bílastæðin fyrir neðan Almannagjá of fá og ómerkt sem getur valdið vandræðum en tvívegis var bakkað á ferðamenn á bílastæðunum í fyrra en Ólafur Örn segist finna fyrir mikilli óánægju vegna aðstöðuleysisins.  

Sótt var um fjárveitingu vegna þessa í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna vandamálsins sjóðurinn hafði 500 milljónum til að ráðstafa á þriggja ára tímabili en ekki fékkst fé til framkvæmdanna við Þingvelli. Lögð var inn umsókn til ríkisstjórnarinnar um að fé verði veitt af fjáraukalögum næsta árs í verkefnið en Ólafur Örn á von á svari við þeirri beiðni í ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka