Stærsta hótel landsins rís við Höfðatorg

Alls verða 342 herbergi á hótelinu
Alls verða 342 herbergi á hótelinu mbl.is/Ómar Óskarsson

Gengið hef­ur verið frá fjár­mögn­un á bygg­ingu stærsta hót­els lands­ins en það mun rísa á Höfðatorgi við Borg­ar­tún. Um er að ræða átta millj­arða króna fjár­fest­ingu en Íslands­hót­el munu ann­ast rekst­ur hót­els­ins. Íslands­banki mun fjár­magna bygg­ing­una og Eykt fram­kvæmd­irn­ar.

Að sögn Pét­urs Guðmunds­son­ar, for­stjóra Eykt­ar, var fjár­mögn­un­ar­samn­ing­ur­inn und­ir­ritaður í morg­un og er jarðvegs­vinna þegar haf­in. Um er að ræða gríðarlega stórt verk­efni en fyr­ir­hugað er að hót­elið verði rúm­ir 17 þúsund fer­metr­ar að stærð, á 16 hæðum með 342 her­bergj­um.

10 þúsund fer­metra bíla­geymsla bæt­ist við

Að auki verður byggt við bíla­geymslu Höfðatorgs, alls um 10 þúsund fer­metra þar sem 270-280 bíla­stæði munu bæt­ast við þau stæði sem þegar eru á svæðinu.

Bygg­ing hót­els­ins hef­ur verið í burðarliðnum um nokkra hríð en árið 2010 voru fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir sett­ar í salt.

Sam­kvæmt skipu­lagi munu sex bygg­ing­ar rísa á Höfðatorgs­reitn­um. Þegar er búið að byggja tvær þeirra. Önnur hýs­ir starf­semi Reykja­vík­ur­borg­ar og nokk­urra fyr­ir­tækja en í hinni er skrif­stofu- og fyr­ir­tækja­rekst­ur.

Stefnt að sölu Höfðatorgs

Líkt og fram kom á mbl.is í síðasta mánuði er stefnt að sölu á fé­lag­inu HTO ehf. sem á og rek­ur eign­irn­ar í Höfðatorgi við Borg­ar­tún 12-14 og Katrín­ar­tún 2 í Reykja­vík. Er það fyr­ir­tækjaráðgjöf Íslands­banka sem ann­ast söl­una. Til­boðsfrest­ur rann út hinn 3. júlí sl. og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Íslands­banka barst nokk­ur fjöldi óskuld­bind­andi til­boða í fé­lagið. Í kjöl­farið var nokkr­um til­boðsgjöf­um hleypt áfram í næstu um­ferð en ekki er von á frek­ari upp­lýs­ing­um af söl­unni fyrr en í ág­úst.

HTO er í eigu Íslands­banka og Pét­urs Guðmunds­son­ar, for­stjóra Eykt­ar, og tengdra aðila. Íslands­banki á 72,5% hlut­fjár en Pét­ur 27,5%. Allt  hluta­fé HTO er til sölu en ekki hafa verið gefn­ar upp nein­ar verðhug­mynd­ir á fé­lag­inu. Bók­fært virði allra eigna HTO var sam­kvæmt árs­upp­gjöri Íslands­banka fyr­ir síðasta ár 14,967 millj­arðar króna.

Heild­ar­stærð eigna fé­lags­ins er um 57 þúsund fer­metr­ar að meðtöld­um bíla­kjall­ara. Nýt­ing hús­anna er góð og leigu­tak­ar eru í fjöl­breytt­um rekstri, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Íslands­banka en nán­ast allt hús­næði fé­lags­ins er í út­leigu.

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á Höfðatorgi vegna byggingar hótelsins
Jarðvegs­fram­kvæmd­ir eru hafn­ar á Höfðatorgi vegna bygg­ing­ar hót­els­ins mbl.is/​Golli
Að auki verður byggt við bílageymslu Höfðatorgs
Að auki verður byggt við bíla­geymslu Höfðatorgs mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert