Rýrnun fiskistofna í Lagarfljóti hefur komið fram frá mælingum sem gerðar voru árið 1998. Útkoman var verst í mælingum sem gerðar voru 2010 en hefur lagast lítillega samkvæmt mælingum 2011 og 2012.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Veiðimálastofnun vann fyrir Landsvirkjun vegna rannsókna sem ná einnig til Jökulsár á Dal, Fögruhlíðarár og Gilsár árin 2011 og 2012.
Spurður í Morgunblaðinu í dag út í þá niðurstöðu að rýrnun fiskistofna í Lagarfljóti hafi verið stöðug frá 1998 segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun og einn höfunda skýrslunnar, að ekki megi draga of víðtækar ályktanir af þróuninni frá 1998. Sveiflur í lífríki jökulvatna á borð við Lagarfljót séu þekktar. Jökulbráðnun geti reynst áhrifavaldur.