Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- landbúnaðar og umhverfisráðherra, gegnir þessa dagana embætti forsætisráðherra, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í embættiserindum í Brussel að ræða við forystumenn Evrópusambandsins.
Fleiri ráðherrar eru í fríi þessa dagana, enda sumarfrí landsmanna í hámarki. Reglur stjórnarráðsins kveða á um að þegar ráðherra fer til útlanda þarf hann að fela öðrum ráðherra að gegna störfum sínum á meðan. Ef ráðherra er í fríi innanlands þarf hann ekki að finna annan mann til að stýra ráðuneytinu á meðan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er erlendis og gegnir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra störfum fyrir hann á meðan.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra er einnig erlendis og gegnir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra störfum fyrir hana á meðan. Von er á henni heim um miðja vikuna.