„Það hefur varla þornað á steini“

Heyskapur var í fullum gangi á bænum Grýtubakka í Eyjafirði …
Heyskapur var í fullum gangi á bænum Grýtubakka í Eyjafirði þar sem einmunatíð hefur verið undanfarið. mbl.is/Þórarinn Ingi Pétursson

Votviðri á Suður- og Vesturlandi hefur torveldað heyskap í sumar. „Það hefur varla þornað á steini,“ segir Ólafur Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands.

Ólafur segir júní og júlí það sem af er hafa verið óvenjuvætusama. Veðurfræðingar hafa að undanförnu sagt að sumarið sé ekki ósvipað því sem gerist í meðalárferði er varðar hita og vætu en Ólafur er ekki alveg sammála.

„Það getur vel verið að einhver mánaðarmeðaltöl sýni það ekki en það hafa vart komið neinir eiginlegir samfelldir þurrkadagar,“ segir hann í umfjöllun um heyskapartíðina í Morgunblaðinu í dag, en minnir á að einn góður dagur hafi litið dagsins ljós í upphafi júlí þar sem menn hafi eflaust verið í miklum heyskap.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert