Haldi við girðingu endalaust

Komið er að endurnýjun hinnar 40 ára gömlu girðingar í …
Komið er að endurnýjun hinnar 40 ára gömlu girðingar í landi Bjarna Stefánssonar, bónda á Túni í Flóa. mbl.is/Sigmundur Sigurge

Innanríkisráðuneytið hefur hafnað kröfu landeiganda um að Vegagerðin endurnýi 40 ára gamla girðingu sem sett var upp þegar Hringvegurinn var lagður í gegnum land hans. Bóndinn hefur samkvæmt úrskurðinum þær skyldur að halda girðingunni við endalaust en getur sótt um stuðning Vegagerðarinnar við það.

Suðurlandsvegur liggur í gegnum land jarðarinnar Túns í Flóahreppi. Bjarni Stefánsson bóndi er með land beggja vegna vegarins og hlýst af því óþægindi og kostnaður, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég hef skilið þetta þannig að girðingin væri hluti af vegamannvirkinu og hún sé til þess að tryggja öryggi vegfarenda. Mér finnst það því ekki réttlátt að setja það í hendur einkaaðila að halda við þessum hluta mannvirkisins og um leið þá byrði að sjá um öryggi vegarins. Einkaaðilar eru látnir greiða fyrir þetta samfélagslega verkefni,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka