Rætt hefur verið um það innan Háskóla Íslands að taka upp inntökupróf í fleiri deildum skólans á næstu árum.
Það yrði gert með það að markmiði að bæta þjónustu og kennslu og yrðu prófin fyrst og fremst lögð fyrir í þeim greinum í grunnnámi þar sem mikið er um fall og brottfall nemenda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Prófið er samið að fyrirmynd erlendra inntökuprófa, eins og t.d. bandaríska prófsins SAT.