Ganga í það heilaga úti í náttúrunni

Meike Pottebaum og Thomas Johannes Friebe frá þýsku borginni Warburg …
Meike Pottebaum og Thomas Johannes Friebe frá þýsku borginni Warburg létu gefa sig saman á Þingvöllum. mbl.is/Árni Sæberg

„Alls hef ég gefið nokkur hjón saman á þessum stað, en oftast gef ég fólk saman við Hakið eða við Öxará og á leiðinni niður að Almannagjá,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.

Hann gaf saman þýska parið Meike Pottebaum og Thomas Johannes Friebe við hátíðlega athöfn. Hann segir þau pör skipta tugum sem hann hefur gefið saman á Þingvallasvæðinu. Margir hafa þó aðrar hugmyndir í huga.

„Ég hef í raun farið út um alla sveit og gefið fólk meðal annars saman við Gullfoss, Strokk, Kerið, Strandarkirkju, í fjörunni við Ölfusárósa en einnig á nálægari stöðum eins og við Ölfusárbrúna,“ segir Ólafur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert