Gríðarleg eftirspurn á Eir

Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11
Hjúkrunarheimilið Eir að fróðengi 1-11 Mynd/Ómar Óskarsson

„Við höf­um fengið gríðarleg viðbrögð við aug­lýs­ing­unni sem birt­ist meðal ann­ars í Morg­un­blaðinu, og fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina. Þetta hef­ur satt að segja komið með já­kvæðum hætti í bakið á okk­ur,“ seg­ir Sveinn Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri eignaum­sýslu hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar.

Fé­lagið hélt tvo fundi í dag þar sem öll­um íbú­um Eir­ar var boðið. Á fund­un­um var upp­lýst um að það standi til að leigja út íbúðir til fólks á öll­um aldri. 

„Við höf­um aug­lýst þess­ar íbúðir und­an­far­in miss­eri, aðallega til eldri borg­ara en ekk­ert hef­ur gengið. Það kunna að vera fleiri en ein skýr­ing á því, en orðspor Eir­ar er auðvitað ekki hátt skrifað þessa dag­ana auk þess sem fram­kvæmd­ir við þjón­ustumiðstöðina við Spöng­ina trufla á svæðinu þar sem íbúðirn­ar eru. Síðan er það auðvitað verðlagið.“ 

Sveinn seg­ir fé­lagið verða að skoða nýj­ar leiðir. „Við verðum að skoða út fyr­ir kass­ann til þess að fá arð til þess að leysa þau vanda­mál sem við stönd­um frammi fyr­ir. Til dæm­is þær að standa við skuld­bind­ing­arn­ar gagn­vart þessu fólki.“  

Hann seg­ir um 100 manns hafa setið fund­ina. „Það er auðvitað þannig að það eru ekki all­ir sátt­ir, og ein­hverj­ir eru ósátt­ir. En meiri­hluti íbúa gef­ur okk­ur klapp á bakið og mik­inn stuðning. 

Fólk á öll­um aldri sæk­ist eft­ir íbúðunum

Aðspurður seg­ir hann hóp­inn fjöl­breytt­an sem sæk­ist eft­ir íbúðunum. „Það kom mér þægi­lega á óvart að hluti þeirra er eldra fólk sem er við það að hætta á vinnu­markaði en met­ur það svo að það þurfi ekki strax á ör­ygg­isþjón­ustu að halda. En það sér fyr­ir sér að inn­an nokk­urra ára kunni það að breyt­ast og að þá hafi þau tryggt sér inn­komu þarna. Síðan eru það pör­in í bland við yngri ein­stak­linga, en ég hef ein­mitt heim­ild­ir fyr­ir því að þetta sé að miklu leyti ungt fólk líka. 

Drög kom­in að samn­ing­um

Alls er um að ræða 20 íbúðir á þess­um tíma­punkti sem stend­ur til að leigja út en þær eru staðsett­ar í Grafar­vogi og nefn­ast einu nafni Eir­borg­ir, en standa við Fróðengi 1-11.

„Fyr­ir­spurn­irn­ar eru komn­ar á þriðja hundrað núna. Mér finnst þetta al­veg svaka­legt. Þetta eru ekki um­sókn­ir held­ur fyr­ir­spurn­ir um leigu­verð. Síðan er ég kom­inn með tíu íbúðir þar sem þegar liggja fyr­ir drög að húsa­leigu­samn­ingi og marg­ir ætla að koma á næstu dög­um að skoða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka