Konurnar tvær sem óttast var um í Jökulfjörðum í gær eru komnar fram. Þær voru farnar af svæðinu og voru á ferðalagi annars staðar á landinu.
Konurnar fóru með bát fyrir helgi og áttu að koma til baka á mánudag en skiluðu sér ekki. Þær fengu far með öðrum bát og héldu ferðalagi sínu áfram.