Formenn Bandalags háskólamanna og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja munu í kjaraviðræðunum í haust fara fram á að laun félagsmanna sinna verði leiðrétt með tilliti til vísitöluþróunar frá efnahagshruninu haustið 2008.
Er með kröfunni vísað til sambærilegrar kröfu Félags forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) sem krefst 10-20% hækkunar til að vega á móti frystingu launa eftir hrunið.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, starfsmenn ríkisstofnana gera sömu launakröfur og yfirmenn þeirra hjá sömu stofnunum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir laun félagsmanna ekki hafa haldið í við verðlagsþróun