Þjófur stal utanborðsmótor

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk kl. 4 í nótt tilkynningu frá íbúa í Breiðholti um þjófnað á utanborðsmótor af bát.  Báturinn var á kerru tengdur við bifreið  sem stóð á bifreiðastæði í Breiðholti. Þjófavarnarkerfi bifreiðarinnar fór í gang og vakti eigandann.

Lögreglan stöðvaði í nótt tvo ökumenn sem grunaðir eru um ölvun við akstur. Annar ökumaðurinn var réttindalaus.

Í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti ef þremur mönnum í Hafnarfirði vegna vörslu fíkniefna. Einn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert