Yfir 20 stig í kortunum

Það er ljúft að sitja í sólinni.
Það er ljúft að sitja í sólinni. Styrmir Kári

Veðurstofa Íslands spáir fínu veðri á Norðaustur- og Austurlandi um helgina en gert er ráð fyrir hita um eða yfir 20 stig. Á sunnudag er þar gert ráð fyrir léttskýjuðu veðri og allt að 23 stigum.

Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir veðurspána ekki vera sem versta. „Þetta verður að minnsta kosti eitthvað skárra en t.a.m. í dag. Það verður mikið minni úrkoma,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Á laugardag gerir hann ráð fyrir suðaustan 5-10 m/s á Suðvesturlandi, skýjað að mestu en þurrt að kalla. Gerir Veðurstofan ráð fyrir hægari vindi annars staðar á landinu og bjartviðri víða. Hiti verður 10 til 20 stig en hlýjast inn til landsins.

Á sunnudag verður hins vegar dálítil rigning eða súld með köflum um vestanvert landið og hiti 10 til 16 stig. En á Norðaustur og Austurlandi segir Teitur hita getað farið yfir 20 stigin og spáir Veðurstofan hæst 23 stigum á þessu svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert