„Ég er enginn kattahatari“

Íbúi í Kópavogi segist ekki geta skilið eftir opinn glugga …
Íbúi í Kópavogi segist ekki geta skilið eftir opinn glugga vegna ágangs katta Morgunblaðið/Eyþór

„Ég er eng­inn katta­hat­ari, en er líkt og marg­ir aðrir í bæn­um orðinn langþreytt­ur af stöðugum um­gangi katta í garðinum. Maður er stöðugt að þrífa upp katta­skít og get­ur ekki skilið eft­ir op­inn glugga,“ seg­ir óánægður Kópa­vogs­búi sem lagði fram kvört­un vegna ónæðis af völd­um katta til bæj­ar­ráðs og fór fram á bæt­ur. Niðurstaða bæj­ar­ráðs var að ekki væri hægt að verða við er­ind­inu.

Hann seg­ir meg­in­at­riðið vera að Kópa­vogs­bær sé með samþykkt um katta­hald sem ekki banni lausa­göngu, en það verði til þess að íbú­ar í bæn­um þurfi að gera sín­ar eig­in ráðstaf­an­ir. „Ég þurfti að kaupa katta­fælu til þess að halda þeim frá. Kvört­un­in var nú hálf tákn­ræn, en hún var til þess að vekja at­hygli bæj­ar­ins á því að íbú­ar eru að verða fyr­ir fjár­út­lát­um vegna lausa­göngu katta.“ Þá seg­ir hann að reikn­ing­ur­inn verði aft­ur send­ur á bæj­ar­fé­lagið ef þörf verði á frek­ari aðgerðum.

Kött­ur beit stélið af páfa­gaukn­um

Fyr­ir utan óþrifnaðinn seg­ir hann kett­ina stefna öðrum gælu­dýr­um í hættu. „Son­ur minn er með páfa­gauk, en hann var stór­slasaður af ketti sem kom inn um glugg­ann úr nær­liggj­andi húsi. Hann reif af hon­um stélið.“ Hann seg­ir lausa­göng­una vera tíma­skekkju og tóma vit­leysu. „Það er al­veg galið að menn geti fengið sér kött og hent hon­um svo út á götu þannig að ná­grann­ar neyðist til þess að þrífa upp eft­ir þá.“

Hann tel­ur kett­ina vera smám sam­an að þurrka út fugla­lífið í Kópa­vogi og fagn­ar því að Guðríður Arn­ar­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar, sé að vinna í mál­inu, en hún lagði þann 20. júní síðastliðinn fram til­lögu þess efn­is að banna ætti lausa­göngu katta á varp­tíma fugla. Til­lag­an var hins veg­ar ekki samþykkt. „Regl­ur um lausa­göngu eru sett­ar til vernd­ar viðkvæmu fugla­lífi, en það vant­ar öll úrræði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert