Kranarnir lifna við

Í Kópavogi þar sem unnið er hörðum höndum að byggingaframkvæmdum.
Í Kópavogi þar sem unnið er hörðum höndum að byggingaframkvæmdum. mbl.is/Árni Sæberg

Byggingakranar eru farnir að skjóta upp kollinum víða um land á ný, en byggingariðnaðurinn virðist vera að vakna til lífsins.

Vinna er hafin við byggingu nýs hótels niðri við höfnina, jarðvegsframkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og til stendur að hefja framkvæmdir við stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Daníel Sigurðsson rekur fyrirtækið DS Lausnir sem meðal annars sér um innflutning og útleigu á krönum. Um 600 kranar voru á landinu fyrir kreppu. „Af þeim voru um 500 nothæfir. Svo, um leið og kreppan skall á, þá voru mjög margir kranar seldir strax úr landi, líklega um 150 stykki,“ segir Daníel í Mogrunblaðinu í dag. Hann segir að nú séu um 300 heilir byggingakranar á landinu, þar af um 250 í notkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert