Yngvi Harðarson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Analytica segir ákveðin veikleikamerki vera að sjá á íslenska hagkerfinu. Innlenda eftirspurnin er lítil og svo virðist sem neytendur haldi að sér höndum.
Stöðnun hefur verið í innflutningi til landsins og það sama megi segja um debetkortaveltu. Analytica gefur út leiðandi hagvísi sem á að veita sýn á efnahagshorfur landsins að sex mánuðum liðnum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Yngvi erlenda ferðamenn vera aðalástæðu vaxtar í hagkerfinu. Þeir séu að draga vagninn.