Ný Snorrasýning dregur að sér gesti

Ný sýning um Snorra Sturluson í Snorrastofu í Reykholti virðist …
Ný sýning um Snorra Sturluson í Snorrastofu í Reykholti virðist vekja áhuga gesta, bæði innlendra og erlendra. mbl.is/Guðlaugur Óskarsson

Tekjur Snorrastofu í Reykholti hafa aukist mjög, það sem af er ári. Endurspeglar það fjölgun ferðamanna eftir að ný sýning um Snorra Sturluson var opnuð.

Fyrstu sex mánuði ársins jukust tekjur Snorrastofu um 67%, miðað við sama tímabil á síðasta ári. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, segir að ekki hafi verið gerð athugun á fjölda ferðamanna en telur að tekjuaukningin endurspegli fjölgun þeirra.

Nýja sýningin var opnuð 16. mars og hún virðist draga fólk að. Þá hefur umhverfi verið bætt mikið og Bergur verður var við að fólk komi vegna þess og gefi sér þá tíma til að njóta þess. Til dæmis sé stöðugur straumur fólks í skóginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert