Höfuðborgarbúar sjá loks til sólar

Sólin lætur sjá sig um allt land á morgun
Sólin lætur sjá sig um allt land á morgun Mynd/Mbl.is

Svo virðist sem íbúar á Suður- og Suðvesturlandi sjái nú loks til sólar á morgun. Ef marka má veðurspár verður heiðskýrt og 9 til 12 stiga hiti í Reykjavík um hádegi á morgun. Þá kemur til með að hlýna þegar líður á daginn. 

Blíðviðrið fyrir norðan heldur áfram næstu daga, en síðan dregur ský fyrir sólu á fimmtudag. Hitinn á Akureyri gæti farið allt upp í 20 gráður um hádegisbil á morgun. Á fimmtudag fara skýjabakkar að færast yfir landið úr austurátt með tilheyrandi vætu áður en sólin birtist aftur strax á föstudaginn. 

Veðurvefur mbl.is

Landmenn geta margir hverjir glaðst yfir blíðviðri á morgun.
Landmenn geta margir hverjir glaðst yfir blíðviðri á morgun. Steinunn Ásmundsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert