Jökulsá braust í gegnum varnargarð

Jökulsá á Fjöllum hefur brotist í gegnum varnargarð og flætt …
Jökulsá á Fjöllum hefur brotist í gegnum varnargarð og flætt yfir Öskjuleið. Mynd úr safni. Rax / Ragnar Axelsson

Til­kynnt var um ófærð á Öskju­leið vegna vatna­vaxta nú í morg­un. Ástæðan er sú að Jök­ulsá á Fjöll­um braust í nótt í gegn­um varn­argarð milli Lindár og Herðubreiðarlinda sem reist­ur var í fyrra. Flæðir áin nú í gegn­um garðinn og yfir ak­veg­inn, sem aðeins er fær stærri bíl­um með vön­um bíl­stjór­um.

„Það er ekki akst­urs­bann á veg­in­um en það á að beina jepp­ling­um og smærri bíl­um frá,“ seg­ir Hrönn Guðmunds­dótt­ir, land­vörður í Öskju. „Sem stend­ur er hann fær stærri, breytt­um bíl­um með vön­um öku­mönn­um en aðstæður geta breyst mjög hratt þegar jök­ul­vatnið er farið að grafa svona í veg­inn. Í hvert sinn sem bíll keyr­ir hér yfir grefst hann líka niður. Þetta er á að giska 100 metra kafli sem áin flæðir yfir veg­inn.“

Hrönn seg­ir Vega­gerðina, land­verði og björg­un­ar­sveit vera mætt á svæðið til að fylgj­ast með gangi mála og bregðast við. „Það er allt farið í gang, Vega­gerðin er að fara að grafa á leiðinni hingað inn eft­ir og þeir fara að bæta í varn­argarðinn eða reyna að gera eitt­hvað til að loka þess­ari rás.“

Óvíst er hvenær veg­ur­inn verður aft­ur fær. „Það fer eft­ir því hvernig geng­ur, það gæti verið fljótt en alla­vega ekki í dag. Við sjá­um til á morg­un,“ seg­ir Hrönn.

Vex hratt í ánni

„Það er dá­lítið skrýtið að það er ekk­ert svo mikið í Jök­ulsá en það vex hratt í henni,“ seg­ir Hrönn. „Það hafa verið mik­il hlý­indi hérna und­an­farið, ennþá hlýtt og góð spá þannig að við höld­um að það muni gefa vel í ána og það þurfi að fylgj­ast mjög vel með þessu á næstu dög­um, maður veit ekk­ert hvað ger­ist.“

Hrönn seg­ir að eng­um bíl hafi enn verið vísað frá. „All­ir sem hafa komið hingað til hafa kom­ist yfir svo við höf­um ekki þurft að vísa nein­um frá. Ég hugsa hins veg­ar að smæstu bíl­arn­ir núna ættu ekki að fara yfir því vatnið er orðið það djúpt að það get­ur verið hættu­legt fyr­ir fólk í smæstu bíl­um.“

Frétt mbl.is: Öskju­leið ófær vegna vatna­vaxta

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert