Síðastliðin átta sumur hefur Sveitamarkaðurinn við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit verið haldinn á sunnudögum. Í gær var markaðurinn opinn í annað skipti í sumar en veðrið hefur leikið við Eyfirðinga og á dögum eins og var í gær er svalandi límónaðið fljótt að klárast.
Á markaðnum er bæði hægt að kaupa handverk og framleiðslu fólksins í sveitinni, t.d. blóm, rabarbarasíróp og prjónavörur en óhætt er að segja að sannkölluð sveitastemning sé við Hrafnagil á sunnudögum.