Í dag spáir Veðurstofa Íslands 10-24 stiga hita á landinu. Hlýtt og bjart er á höfuðborgarsvæðinu. Á spákorti Veðurstofunnar kl. 12 í dag má því sjá gular sólir um allt land. Hitinn er þegar kominn yfir 20 stig í Árnesi og Skálholti.
Í dag er spáð hægri austlægri eða breytilegri átt, en austan 5-10 við suður- og suðausturströndina. Bjart verður að mestu, en þokuloft við ströndina, síst vestantil.
Norðaustan 5-10 á morgun, en 8-13 suðaustantil. Þykknar heldur upp um þegar líður á morgundaginn og lítilsháttar væta suðaustantil síðdegis, en áfram bjart að mestu um landið vestanvert. Hiti verður 10 til 24 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Sjá nánar um veðrið á veðurvef mbl.is.