Rafræn fótspor á netinu

Ýmir segir að njósnirnar séu réttlættar í nafni þjóðaröryggis.
Ýmir segir að njósnirnar séu réttlættar í nafni þjóðaröryggis. mbl.is/Ernir

Einka­líf á In­ter­net­inu er svipað og í al­menn­ings­garði sem er full­ur af mynda­vél­um. Á net­inu þrífst fjöldi fyr­ir­tækja sem hafa lifi­brauð sitt af því að kort­leggja hegðun fólks.

Þetta seg­ir Ýmir Vig­fús­son, lektor í tölv­un­ar­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann seg­ir að þjón­usta Face­book og fleiri fyr­ir­tækja virki ókeyp­is fyr­ir not­end­ur en sé það ekki vegna þess að hinn eig­in­legi kostnaður not­enda sé aðgang­ur að þeirra einka­lífi. „Við verðum að gera okk­ur grein fyr­ir því. Þriðju aðilar, eins og aug­lý­send­ur og aðilar bak við Face­book, leiki og síma-„öpp“ hafa oft svipaðan aðgang.“

Ýmir seg­ir upp­lýs­ing­arn­ar sem Edw­ard Snowd­en greindi frá í síðasta mánuði staðfesta að framsal þess­ara upp­lýs­inga sé gert með mark­viss­um hætti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert