Magnús greiðir hæstu skattana

Magnús Kristinsson er skattakóngur í ár.
Magnús Kristinsson er skattakóngur í ár. mbl.is/Ragnar Axelsson

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, greiðir mestan skatt Íslendinga, samkvæmt yfirliti frá ríkisskattstjóra um álagningu einstaklinga 2013. Magnús greiðir tæplega 190 milljónir króna í skatta.

Næst hæstu gjöldin greiðir Kristján V. Vilhelmsson, útgerðarmaður á Akureyri, sem greiðir rúmlega 150 milljónir. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og greiðir ríflega 135 milljónir. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis er í fjórða sæti með 115 milljónir.

Níu konur á lista yfir 30 hæstu gjaldendur

Á lista yfir 30 hæstu gjaldendur eru níu konur. Þessir 30, sem hæsta skatta borga, greiða samtals tæplega 2,4 milljarða í skatta.

Þorsteinn Hjaltested, frá Vatnsenda í Kópavogi, var skattakóngur Íslands í fyrra og einnig árið 2011. Hann greiddi 185 milljónir í skatta í fyrra og 162 milljónir 2011. Þorsteinn er hins vegar ekki á lista ríkisskattstjóra yfir hæstu gjaldendur í ár samkvæmt álagningarskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert