Telja ESB-aðild ekki Íslandi í hag

AFP

Meiri­hluti Íslend­inga tel­ur að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið myndi ekki þjóna hags­mun­um Íslands sam­kvæmt niður­stöðum Eurobarometer-skoðana­könn­un­ar fyr­ir sam­bandið sem birt­ar voru í vik­unni en könn­un­in var gerð í maí síðastliðnum. 57% telja að inn­ganga í ESB myndi ekki þjóna hags­mun­um lands­ins en þriðjung­ur er á önd­verðri skoðun.

Skoðana­könn­un­in nær til allra ríkja ESB auk ríkja sem sótt hafa um inn­göngu í sam­bandið. Það er Serbíu, Svart­fjalla­lands, Makedón­íu, Tyrk­lands auk Íslands. Fleiri eru á þeirri skoðun í hinum um­sókn­ar­ríkj­un­um að inn­ganga í ESB myndi þjóna hags­mun­um landa sinna en að það yrði þeim ekki í hag.

Einnig var spurt að því hvort inn­ganga í ESB væri já­kvæð eða nei­kvæð fyr­ir Ísland. 42% Íslend­inga telja að inn­ganga í sam­bandið væri nei­kvæð fyr­ir landið, 24% já­kvæð og 29% hvorki nei­kvæð eða já­kvæð. Fleiri eru hins veg­ar þeirr­ar skoðunar að inn­ganga væri já­kvæð en nei­kvæð í hinum um­sókn­ar­ríkj­un­um.

Þá segj­ast 52% Íslend­inga ekki treysta ESB sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni en 40% bera hins veg­ar traust til sam­bands­ins. Íbúar 19 af 33 ríkj­um sem könn­un­in nær til bera minna traust til ESB en Íslend­ing­ar og þar af 16 af 28 ríkj­um sam­bands­ins.

Einnig er spurt um traust til Sam­einuðu þjóðanna og segj­ast 81% Íslend­inga treysta þeim en 13% eru á önd­verðri skoðun. Íslend­ing­ar bera mest traust til SÞ af þeim þjóðum sem könn­un­in nær til. Næst­ir koma Dan­ir með 76% traust til sam­tak­anna og þar á eft­ir Sví­ar með 70%.

Skoðana­könn­un­in í heild

Frétt mbl.is: Telja Ísland vera á réttri leið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert