Óánægja með endurgreiðslur

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert

Óánægju hefur gætt vegna endurgreiðslu frá Íslandsbanka þar sem vaxtabætur koma til með að skerðast sem endurgreiðslunni nemur, en bankinn endurgreiddi fyrr á árinu 20.000 skilvísum viðskiptavinum sínum 30% vaxta af húsnæðis- og skuldabréfalánum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra líta þessi mál alvarlegum augum. „Ég mun skoða þetta í samvinnu við ríkisskattstjóra. Í ljósi þess að vaxtabætur eru ætlaðar til að bæta fólki upp vaxtakostnað er ekki óeðlilegt að embættið hafi litið svo á að með þessum greiðslum bankans væri kostnaðurinn sem bæturnar grundvallast á ekki lengur fyrir hendi. Ætlun bankans var aftur á móti að umbuna viðskiptavinum sínum fyrir skilvísi en í ákveðnum tilvikum ná greiðslurnar ekki því markmiði,“ segir Bjarni meðal annars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert