Álagningarskrár skattstjóra fyrir tekjuárið 2012 liggja nú fyrir hjá Ríkisskattstjóra.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á þessari birtingu persónuupplýsinga.
„Það er eins og friðhelgi einkalífs sé pólitísk,“ segir Brynjar. „Fólk velur eftir stjórnmálaskoðunum sínum hvað á að njóta friðhelgi og hvað ekki. Einhverjum finnst greinilega að tekjur manna falli utan við hana,“ segir Brynjar.
Hann furðar sig á að Persónuvernd hafi látið þessa framkvæmd óátalið. „Þetta á sér náttúrlega gamla sögu. Það er spurning hvort þetta sé einhver gömul hugmyndafræði um að nágranninn geti þá séð hvort menn séu að svindla, en mér finnast það léleg rök í þessu máli.“