Geislafræðingar vinna ekki samkvæmt neyðarlistum

Félag geislafræðinga hefur hafnað beiðni stjórnenda Landspítalans um að geislafræðingar vinni samkvæmt neyðarlistum sem gilda í verkföllum eftir að uppsagnir þeirra taka gildi næstkomandi fimmtudag. Þetta staðfestir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, en hún fundaði síðdegis í dag með stjórnendum Landspítalans vegna málsins.

„Niðurstaða fundarins var sú að Félag geislafræðinga lét vita að geislafræðingar væru ekki tilbúnir til að taka þátt í þessu sem Landspítalinn hafði beðið um, það er að vinna eftir verkfallslistum þannig að það sé lágmarksmönnun,“ segir Katrín í samtali við mbl.is. Hún bendir á að listar af þessu tagi eigi við í verkföllum en ekki þegar um uppsagnir sé að ræða. „Félag geislafræðinga hefur ekki þetta vald yfir geislafræðingum,“ segir Katrín.

Geislafræðingar funda með stjórnendum LSH

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert