Leita 16 ára ferðamanns

Vinsæl gönguleið er yfir Fimmvörðuháls.
Vinsæl gönguleið er yfir Fimmvörðuháls. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björg­un­ar­sveit­ir frá Hellu og Hvols­velli leita nú 16 ára ít­alsks ferðamanns sem varð viðskila við fjöl­skyldu sína í göngu á Fimm­vörðuhálsi.

Fjöl­skyld­an lagði af stað um níu­leytið í morg­un, en þegar hóp­ur­inn skilaði sér var ljóst að dreng­ur­inn var ekki með. Þegar ljóst var að dreng­ur­inn hafði ekki skilað sér í skála á svæðinu voru björg­un­ar­sveit­irn­ar send­ar af stað til að leita hans.

Lög­regla tel­ur ekki ástæðu til að ótt­ast um líf drengs­ins að svo stöddu, því veður­skil­yrði eru mjög góð, auk þess sem hann var með ein­hvern búnað til úti­vist­ar meðferðis. Loft­hiti er eitt­hvað um 15 gráður á svæðinu auk þess sem ekki er rign­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert